





Gróðursetning
Grillaðar pylsur og bulsur
Fjölbreytt útivera
26. JÚNÍ
GRÓÐURSETNINGARDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Í GUÐMUNDARLUNDI
Laugardaginn 26. júní verður Gróðursetningardagur fjölskyldunnar haldinn hátíðlegur í Kópavogi, í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar. Dagskráin hefst klukkan 10:00 og er þá mæting við Fræðslusetrið í Guðmundarlundi og verður heitt á könnunni. Gengið verður sem leið liggur á gróðursetningarstað á Vatnsendaheiði.
Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á rjúkandi pylsur og bulsur að hætti grillmeistarans í Fræðslusetrinu.
Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur í Líf í lundi dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða, svo garðafegurð í Hermannsgarði, minigolf og frísbígolf.
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 10:00
Staðsetning
Guðmundarlundur
- Kópavogi

