


23. JÚNÍ
LÍF Í FOSSSELSSKÓGI
Þann 23. júní efnir Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga til samverustundar í hinum fallega Fossselsskógi. Skógurinn er sunnan við bæinn Vað, á leið frá Kinn yfir í Aðaldal. Gestum verður kynnt aðstaðan í skóginum, gengið um skóginn, staðkunnugir veita fræðslu og boðið upp á þrautir fyrir börnin.
Tilvalið að koma með nesti og njóta samveru í fallegu umhverfi þann 23. júní!



Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga
Fræðsla og þrautir
Góð aðstaða til útivistar
Velkomin út í skóg!
