




Líf í lundi 2022
Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins sem haldinn verður 25. júní næstkomandi þar sem almenningur er hvattur til þess að stunda hreyfingu, samveru og upplifa skóga og náttúru landsins.
Skógar landsins hafa þjónað mikilvægu hlutverki á síðustu misserum til útivistar og líklega sjaldan verið nýttir jafn mikið og í ár. Áhrif þeirra á andlega og líkamlega heilsu landans eru nú hvergi vanmetin.
Hægt er að skoða ýmsa fjölbreytta og fræðandi viðburði hér að neðan. Gerðu þér glaðan dag og vertu velkominn út að njóta sumarsins í skjóli skóganna. Velkomin út í skóg!
Samstarfsnefnd Lífs í lundi





Skemmtileg fjölskyldustund í Hafnafirðinum
HÖFÐASKÓGUR - HAFNAFIRÐI

Hvað býr í skóginum?
HÁNEFSSTAÐAREITUR - SVARFAÐARDAL






Fjölskyldustund í skóginum.
SELJADALSSKÓGUR-BÍLDUDALUR



Ljósmyndasamkeppni Líf í lundi
Farðu út með myndavélina þína um helgina!
Taktu þína bestu mynd af atburðum á Líf í lundi eða bara í morgungöngunni í skóginum og merktu (taggaðu) okkur ná Instagram eða Facebook með myllumerkinu #lifilundi.
Senda má inn myndir teknar dagana 24-27. júní. Dómnefnd mun velja 10 bestu myndirnar og vera í sambandi við ljósmyndara. Myndirnar verða svo settar inn á Facebook-síðu Lífs í lundi og opnað fyrir atkvæðagreiðslu. Sú mynd er hlítur flest "Like" eða viðbrögð vinnur. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Spennandi skógræktarverðlaun í boði frá Vorverk.
