top of page

Mógilsá

Ábyrgðaraðili: Skógræktin

Fara á heimasíðu Skógræktar ríksins

Fróðleikur

 

 

Almennt um skóginn

Fjölmargir hafa farið um skógana í Esjuhlíðum á leiðinni á toppinn, en sjálfsagt hafa færri komið í skóginn í kringum og fyrir ofan Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá. Þar er blandaður skógur og merkt klónasafn rannsóknastöðvarinnar. Fjölmargir stígar og stíganet tengist Esjustígum.

 

Staðsetning og aðgengi

Mógilsá er staðsett við þjóðveg 1, innst í Kollafirði.

 

Aðstaða og afþreying


Fjölmargir stígar liggja um skóginn, yfir læki og bakka, skógi vaxnar hlíða í alpaumgjörð Esju, eins vinsælasta útivistarsvæðis höfuðborgarinnar. Stíganetið á Mógilsá tengist Esjustígum (sjá kort hér neðar) en margir minni stígarnir eru í raun tilvalið tilbrigði við hefðbundna Esjugöngu; styttri Esjuganga í sjálfu sér.

 

Saga jarðarinnar


Árið 1967 var ákveðið að efla rannsóknir í þágu skógræktar á Íslandi og var Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði reist fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum sem gefin var í tilefni af heimsókn Ólafs V. Noregskonungs til Íslands árið 1961. Það er eðlilegur þáttur í rannsóknum að prófa nýjar trjátegundir og hefur mikið af því efni endað í brekkunni fyrir ofan rannsóknastöðina. Þar er því einhver fjölbreyttasti skógur landsins og margt forvitnilegt að sjá.

Trjárækt í skóginum


Skógurinn er einna mestur í kringum Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá, en hann er í raun trjásafn með tegundum fengnum víða að úr heiminum. Í skóginum eru m.a. fágætar tegundir eins og linditré, broddhlynur og risalerki, svo eitthvað sé nefnt, en flestar trjátegundir eru merktar.

 

Stígakort af Mógilsá

Annað áhugavert í skóginum


Á Mógilsá er fjölbreytt fuglalíf á vorin og í byrjun sumars, enda koma margir flækingar við á Mógilsá. Landslag í undirhlíðum Esju er skemmtilegt, með hólum, giljum og lækjum.

 

Fengið með leyfi frá: www.skogur.is

bottom of page