
20. JÚNÍ
OPNUNARHÁTÍÐ ÁLFHOLTSSKÓGI
Laugardaginn 20. júní býður Skógræktarfélag Skilmannahrepps til dagskrá í Álfholtsskógi, en þann dag verður Álfholtsskógur formlega Opinn skógur.
Markmiðið með verkefninu Opinn skógur er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé gott og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opinn skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.
Dagskrá hefst kl. 14:00
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, opnar skóginn.
Ávörp:
Linda Björk Pálsdóttir, sveitastjóri Hvalfjarðarsveitar
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Reynir Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Skilmannahrepps
Gróðursetning:
Þrjú falleg stærri tré, unga kynslóðin gróðursetur ásamt ráðherra
Kór /söngsveit heimamanna syngur
Veitingar á vegum Kvenfélagsins á svæðinu.
Best er að koma að skóginum frá Akrafjallsvegi (nr. 51), sem liggur frá Vesturlandsvegi (þjv. nr.1) niður á Akranes.
Allir hjartanlega velkomnir!


