top of page

Selskógur

Fróðleikur

 

Selskógur er eitt af útivistarsvæðum Grindvíkinga. Þar fara fram skemmtanir á vegum bæjarfélagsins auk þess sem skógurinn nýtist til gönguferða. Hann er hluti af stærra útivistarsvæði ofan þéttbýlis sem kallast Þorbjörn - Arnarsetur. Frá Selskógi er ekki langt í Bláa lónið en þangað geta íbúar Grindavíkur einnig sótt útivist.

 

Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi. Nú eru hin myndarlegustu grenitré í nokkrum aðskyldum lundum og svo þéttur að þegar hefur myndast skógarbotn í þeim.


 

bottom of page