Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

August 29, 2017

Ferðafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli á árinu og af því tilefni verður efnt til glæsilegrar afmælisdagskrár. Þar á meðal verður boðið upp á lýðheilsugöngur um land allt í septembermánuði. 
Göngurnar eru fjölskylduvænar, taka um 60-90 mínútur og hefjast alla miðvikudaga kl. 18:00. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk til útivistar og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Hægt er að velja afar fjölbreyttar göngur, margar hverjar í útivistarskógum landsins. 

Allir eru hjartanlega velkomnir og um að gera nýta sér tækifærið, ganga í fallegu umhverfi með vinum og fjölskyldu undir leiðsögn fróðra göngustjóra. 

Á vefsíðu Ferðafélagsins, http://www.lydheilsa.fi.is/má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um gönguferðir í hverjum landshluta fyrir sig. 

Allir út að hreyfa sig í haustblíðunni!