top of page

Alþjóðlegur dagur skóga 2020

Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Dagurinn er haldinn árlega með það að markmiði að auka vitund og þekkingu á mikilvægi skóga fyrir umhverfið, sjálfbærni, efnahag og fæðuöryggi.

Líffjölbreytni er einkenni skóga. Skógar geyma fjölbreytilegustu vistkerfi jarðarinnar. Skógar eru bústaðir fjölda dýra, plantna og sveppa. Skógar eru ómissandi verðmæti og eitt af mikilvægustu verkefnum mannkyns er að útbreiða skóga á ný.

Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni.


Mest lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leitarorð
No tags yet.
Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
bottom of page