top of page

Útivist á tímum Covid-19

Eins og flestir vita er hreyfing afar mikilvæg fyrir okkur mannverurnar. Þó að líkamsræktarstöðvum hafi verið lokað og skipulagt íþróttastarf hafi raskast er engin ástæða til þess að hætta hreyfa sig. Útivistarsvæði gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda heilsu landsmanna árið um kring en ekki síst nú á tímum samkomubanns. Ótal valmöguleikar standa til boða en hægt er að finna marga þeirra hér á síðunni. Mikilvægt er fari eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda og viðhaldi tveggja metra fjarlægð við næsta mann í göngutúrum og víkja vel til hliðar er öðrum gesti á svæðinu er mætt. Þar sem skógarnir eru margir og stígakerfin víðfem er nægt pláss fyrir alla til að stunda hreyfingu í faðmi skóganna á öruggan hátt.

Embætti landlæknis sendi nýverið frá sér tíu heilræði á tímum kórónuveiru og er fjórða heilræðið einmitt það að hreyfa sig rösklega á hverjum degi. Þar segir að hreyfing sé mikilvæg fyrir andlega og líkamlega vellíðan, betri svefn og aukið þrek. Hreyfing er streitulosandi og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Eitthvað sem okkur veitir ekki af á þessum tímum.

Nýtum okkur því þá auðlind sem skógarnir okkar eru og öndum léttar. Velkomin út í skóg!

Höfðaskógur


Mest lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leitarorð
No tags yet.
Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
bottom of page