
22. JÚNÍ
SKÓGARGANGA Í VAÐLAREIT
Þann 22. júní stendur Skógræktarfélag Eyfirðinga fyrir skógargöngu í Vaðlareit. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Leiruveg kl. 10.
Bergsveinn Þórsson mun leiða gönguna ásamt því að fræða gesti um sögu og helstu leyndardóma skógarins. Þá verður ketilkaffi framreitt í Sparirjóðrinu og nokkrar framandi trjáplöntur gróðursettar.


