top of page

Vinaskógur

Ábyrgðaraðili: Skógræktarfélag Íslands

Fróðleikur

Almennt um skóginn


Til Vinaskógur var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins  en þáverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir var verndari þess. Að hennar ósk var fundinn staður þar sem forsetinn gæti komið með erlenda þjóðhöfðingja og gróðursett tré í nafni vináttu og friðar.
Síðan hefur Forseti Íslands verið verndari Vinaskógar.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að því að aðkoma og aðstaða í Vinaskógi var endurbætt á árunum 2002-2004.

Fyrstur erlendra þjóðhöfðingja sem heimsótti Vinaskóg og gróðursetti þar tré var Elísabet önnur Englandsdrottning, þann 26. júní 1990. Síðan hafa margir þjóðhöfðingjar gróðursett þar tré með forseta Íslands en á þann hátt hefur Vinaskógur öðlast mikla sérstöðu.
 

Vinaskógur er á vesturmörkum jarðarinnar Kárastaða í Þingvallasveit, ekki lang frá hinum helga stað Þingvöllum sem tekin var á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004.

Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu skógarins. 


 

Aðstaða og afþreying

Vinaskógur er í raun smár, ungur skógarlundur og um hann liggur greiðfær stígur. Áhugavert er að skoða hvaða þjóðahöfðingjar hafa heimsótt skóginn, en listi yfir þá er að finna á bautasteinum á staðnum. 

Trjárækt í skóginum

Einvörðu hefur verið gróðursett ilmbirki og reyniviður á svæðinu. Gulvíðir og loðvíðir hafa svo breiðst út af sjálfsdáðum. 

 

bottom of page