top of page

Akurgerði

Fróðleikur

 

Lýsing


Akurgerði er í landi prestssetursins Skinnastaða í Öxarfirði. Skógurinn hefur verið grisjaður, helstu trjátegundir merktar og sett upp upplýsingaskilti, borð og bekkir. Þá eru þar ágætir stígar, tilvaldir til léttra gönguferða, þannig að aðstaða almennings til áningar og útivistar er til fyrirmyndar.

 

Skógrækt


Skógrækt hófst í Akurgerði á 6. áratug 20. aldar og er skógurinn nú um 13 hektarar að stærð. Skógurinn hefur dafnað vel og margar trjátegundir frá ólíkum stöðum í heiminum náð góðum þroska. Lífríki skógarins er því mjög fjölbreytt. Í Akurgerði er mikið af fuglum, fjöldi blómplantna, ýmis smádýr, margar tegundir sveppa og ágæt berjaspretta.  Byrjað var að grisja skóginn um 1990 og hefur því verið haldið áfram síðan, til að gera hann aðgengilegri og áhugaverðari fyrir almenning. Akurgerði var formlega vígt sem Opinn skógur 5. júlí 2008,  er Kristján Möller samgönguráðherra gróðursetti fallega birkiplöntu. 

Unnið hefur verið að gerð trjásafns í skóginum, með gróðursetningu trjáa og runna meðfram göngustígum. Akurgerði er því kjörinn vettvangur til útivistar í fögru og fjölbreyttu umhverfi allan ársins hring og er gott sýnishorn um góða möguleika skógræktar í þessum landshluta.

 

Skógræktarfélag N-Þingeyinga


Félagið var stofnað árið 1949. Auk Akurgerðis hefur félagið verið með ræktun á Ássandi.

bottom of page