top of page

Undirgróður

Undirgróður í lerkiskógi

Hér finnur þú upplýsingar um ýmsar einkennandi háplöntutegundir í skógum og skógarbotni  á Íslandi. Afar áhugaverð þróun í undirgróðri er nú að eiga sér stað hérlendis. Vegna landnotkunar fyrri alda varð skóglendi afar sjaldgæft og útbreiðslan slitrótt. Búsvæðaeyðingin, ásamt nær stöðugu beitarálagi, hefur tvímælalaust mótað núverandi samsetningu botngróðurs í skógum landsins. Sumar tegundir sem eitt sinn hafa ef til vill verið algengar, eru í dag sjaldgæfar og einangraðar og plöntur viðkvæmar fyrir beit hafa nær horfið. 

Nú eru margir skógar landsins í sókn og sumir hafa verið friðaðir fyrir beit í áratugi. Á slíkum svæðum eru að verða hraðar breytingar á botngróðri, fjölbreytnin hefur víða aukist, nýjar tegundir hafa bæst við og sumar eldri tegundir sem áður voru sjaldgæfar hafa aukið útbreiðslu sína. Spennandi verður að fylgjast með þessari þróun þegar fram líða stundir.  

bottom of page