top of page
Trjátegundir
Hér finnur þú upplýsingar um níu algengustu trjátegundirnar í skógrækt á Íslandi. Tegundirnar eru misalgengar í útivistarskógum landsins en í mörgum þeirra má finna þær allar í bland.
Tegundirnar hafa hver sitt einkennandi vaxtarlag, gera mismunandi kröfur til vaxtarskilyrða og verða misstórar og misgamlar.
Allar eiga þær þó sammerkt að; þær bæta skjól, binda og mynda jarðveg, miðla vatni, binda kolefni, skapa búsvæði fyrir aðrar plöntur og dýr og búa til frábært umhverfi til útvistar.
bottom of page