top of page

Lýðheilsa & skógar

Skógar veita okkur ýmsa þjónustu. Þeir bæta vatnsbúskap, vernda jarðveg, skapa skjól, draga úr hljóð- og loftmengun, binda kolefni og eru búsvæði um 80% af líffjölbreytni á þurrlendi.  Skógar eru nauðsynlegir heilsu plánetunnar okkar, en rannsóknir gefa til kynna að þeir eru einnig nátengdir okkar eigin líkamlegu og andlegu heilsu.

 

Dvöl á grænum svæðum minnkar streitu og hefur jákvæð árhif á andlega líðan (Stigsdottir og Grahn 2003) og því oftar sem fólk dvelur í grænu umhverfi, þeim mun færri streitueinkenni hrjá þau. Rannsóknir benda til að dvöl í skógum og grænum svæðum hafi jákvæð áhrif á líffræðilega mælikvarða, t.d. blóðþrýsting og vöðvaspennu (Roger Ulrich, 1984).

Skógar landsins eru því heppilegur kostur til útivistar. Þar er skjól að finna á vindasömum degi, hlýlegt umhverfi, líffjölbreytni, náttúruupplifun og víða góðir innviðir fyrir almenna notkun.

Rannsóknir staðfesta að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Ávinningurinn af því að hreyfa sig takmarkast ekki við að fyrirbyggja sjúkdóma eða halda þeim í skefjum heldur eykur hreyfing líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt.

Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg tengsl. Hreyfing er einnig tengd öðrum heilbrigðum lífsháttum, svo sem góðu mataræði og reykleysi, og getur hjálpað til við aðrar jákvæðar breytingar á lífsháttum.

Rannsóknir sýna að dvöl í skógi:
 

  • Bætir ónæmiskerfið

  • Lækkar blóðþrýsting

  • Minnkar stress

  • Bætir geð

  • Eykur einbeitningu, jafnvel hjá börnum með ADHD

  • Bætir svefn

Hvaða kosti og möguleika býður útivist í skóglendi upp á?

  • Streitulosandi útivist í fallegu umhverfi og fersku lofti

  • Fræðsla um sögu, náttúru og flóru staðarins

  • Samveru með fjölskyldu, vinum, vinnufélögum eða skólafélögum.

  • Ýmiskonar möguleikar á hreyfingu í samræmi við getu og áhuga; stuttar og langar gönguferðir, hlaup, skíðaganga, fjallganga, hjólreiðar, leikir, línuskautar o.s.frv.

  • Berja- og sveppatínsla, fuglaskoðun, veiði og lautarferðir

  • Ókeypis aðgangur

Rannsóknir sýna að reglulega hreyfing er meðferð við og minnkar líkurnar á:
 

  • Hjarta og æðasjúkdómum

  • Sykursýki af tegund II

  • Ristilkrabbameini

  • Brjóstakrabbameini

  • Stoðkerfisvandamálum

  • Geðröskunum s.s. þunglyndi, kvíða og streitu

  • Ofþyngd

Gígja Gunnarsdóttir- Skógrækt er heilsurækt - Hreyfing í fallegu umhverfi og fersku lofti. Ráðstefnan: Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi, Askja, 11.mars 2006

Fræðslu- og heimildaskrá

Hægt er að velja heimild til þess að skoða nánar 
A Potential Natural Treatment for Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder: Evidence From a National Study
-Frances E. Kuo, & Andrea Faber Taylor
Children With Attention Deficits Concentrate Better After Walk in the Park
-Andrea F. Taylor & Frances E. Kuo
 

Effect of forest bathing on physiological and psychological responses in young Japanese male subjects

-J. Leea, B.-J. Parkb, Y. Tsunetsuguc, T. Ohirac, T. Kagawac, Y. Miyazakia

 

Effect of forest bathing trips on human immune function
-Qing Li

Effect of phytoncide from trees on human natural killer cell function
-Q. Li, M. Kobayashi, Y. Wakayama, H. Inagaki, M. Katsumata, Y. Hirata, K. Hirata, T. Shimizu, T. Kawada, B.J. Park, T. Ohira, T. Kagawa & Y. Miyazakp

Effects of the Visual Exercise Environments on Cognitive Directed Attention, Energy Expenditure and Perceived Exertion

-Mike Rogerson & Jo Barton 

Forest bathing enhances human natural killer activity and expression of anti-cancer proteins.
-Q. li, K. morimotoi, A. nakadai, H. inagaki, M. katsumata, T. shimizu, Y. hirata, K. hirata, H. suzuki, Y. miyazakf, T. kagawn, Y. koyama, T. ohira, N. takayamn, A.M. krensky & T. kawada

Gardens and health - Implications for policy and practice
-David Buck

Green space, urbanity, and health: how strong is the relation?
-Jolanda Maas, Robert A Verheij, Peter P Groenewegen, Sjerp de Vries, Peter Spreeuwenberg

Health benefits to children from contact with the outdoors & nature

-Children & Nature Network (C&NN)

Healthy forest parks make healthy people: Forest environments enhance human immune function

-Qing Li

Healthy Parks, Healthy People: The Health Benefits of Contact with Nature in a Park Context
-Cecily Maller, Mardie Townsend, Lawrence St Leger, Claire Henderson-Wilson, Anita Pryor, Lauren Prosser & Megan Moore

Healthy Parks Healthy People: The state of the evidence 2015

-Mardie Townsend, Claire Henderson-Wilson, Elyse Warner & Lauren Weiss

Influences of Green Outdoors versus Indoors Environmental Settings on Psychological and Social Outcomes of Controlled Exercise
-Mike Rogerson, Valerie F. Gladwell, Daniel J. Gallagher & Jo L. Barton

More green space is linked to less stress in deprived communities: Evidence from salivary cortisol patterns
-Catharine W. Thompson, Jenny Roe, Peter Aspinall, Richard Mitchell, Angela Clow & David Miller

Physiological and psychological effects of viewing urban forest landscapes assessed by multiple measurements
-Yuko Tsunetsugu, Juyoung Lee, Bum-Jin Park, Liisa Tyrväinen, Takahide Kagawa & Yoshifumi Miyazaki

Relationship between psychological responses and physical environments in forest settings
-Bum-Jin Parka, Katsunori Furuyab, Tamami Kasetanic, Norimasa Takayamad, Takahide Kagawad & Yoshifumi Miyazakie

Relationships Between Percentage of Forest Coverage and Standardized Mortality Ratios (SMR) of Cancers in all Prefectures in Japan

-Qing Li, Maiko Kobayashi & Tomoyuki Kawada

Shinrin - Yoku (forest - air bathing and walking) effectively decreases blood glucose levels in diabetic patients
-Yoshinori Ohtsuka, Noriyuki Yabunaka, & Shigeru Takayama

The Cognitive Benefits of Interacting With Nature

-Marc G. Berman, John Jonides & Stephen Kaplan

The great outdoors: how a green exercise environment can benefit all

-Valerie F. Gladwell, Daniel K. Brown, Carly Wood, Gavin R Sandercock & Jo L. Barton

The experience of nature: a psychological perspective

-Kaplan, Rachel; Kaplan, Stephen

The Health Benefits of Parks
-Erica Gies
 

The Human Health and Social Benefits of Urban Forests
-Pia Hanson, Matt Frank, Jim Bowyer, Steve Bratkovich, Kathryn Fernholz, Jeff Howe, Harry Groot & Ed Pepke

Trends in research related to “Shinrin-yoku” (taking in the forest atmosphere or forest bathing) in Japan

-Yuko Tsunetsugu, Bum-Jin Park & Yoshifumi Miyazaki

The physiological effects of Shinrin-yoku (taking in the forest atmosphere or forest bathing) - evidence from field experiments in 24 forests across Japan
-Bum Jin Park, Yuko Tsunetsugu, Tamami Kasetani, Takahide Kagawa & Yoshifumi Miyazaki

Therapeutic effect of forest bathing on human hypertension in the elderly
-Gen-Xiang Mao, Yong-Bao Cao, Xiao-Guang Lan, Zhi-Hua He, Zhuo-Mei Chen, Ya-Zhen Wang, Xi-Lian Hu, Yuan-Dong Lv & Guo-Fu 

bottom of page