top of page

Ásabrekka

Fróðleikur

 

Lýsing


Ásabrekka er í landi Áshóls í Ásahreppi. Skógurinn hefur verið grisjaður, helstu trjátegundir merktar og sett upp upplýsingaskilti, borð og bekkir.  Ágætis stígur liggur í hring í gegnum skóginn, sem tilvalinn er til léttra gönguferða, þannig að aðstaða almennings til áningar og útivistar er til fyrirmyndar.

 

Skógrækt


Reiturinn í Ásabrekku, sem er um 2,2 ha að stærð, var girtur af árið 1954, en landið gáfu þeir Stefán og Ingvaldur Ólafssynir í Áshól, til nýstofnaðrar Skógræktardeildar Ásahrepps, innan Skógræktarfélags Rangæinga.  Gróðursett var í reitinn árin 1954-1959 og svo aftur árið 1988. Í brekkurnar var plantað birki og sitkagreni, en niðri á flatlendinu furu og lerki, ásamt ýmsum öðrum tegundum. Einnig hefur stökum trjám af hinum ýmsu tegundum verið plantað. Alls voru gróðursettar milli 16 og 17 þúsund plöntur.

 

Skógræktarfélag Rangæinga


Félagið var stofnað árið 1943. Auk Ásabrekku hefur félagið umsjón með reitum í Bolholti, Kotvöllum, Markarfljótsaurum, Skógum og Gaddstöðum.

 

 

 

 

 

 

bottom of page