top of page
Auðnutittlingur, teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Auðnutittlingur

Jón Ásgeir Jónsson

Lítil snotur félagslynd finka sem treystir aðallega á fræframleiðslu birkis sér til framfærslu en hefur nýlega lært að ná fræjum úr greni- og lerkikönglum. Fæðir þó ungviðið með skordýrum og verpir vanalega oftar en einu sinni á sumri í fíngerða hreiðurkörfu. Flýgur í einkennandi endurteknum bylgjum og gefur frá sér dillandi sönghrinu. Eru staðfuglar og duglegir að sækja í fóðurgjafir að vetri til. Með aukinni útbreiðslu skóga verður ávallt meira af seinföllnum birkireklum eftir í skóginum sem og önnur vetrarfæða. Stofninn mun því halda áfram að stækka líkt og hann hefur gert síðast liðna áratugi.

Auðnutittlingur - Sönghrina
00:00 / 00:00
bottom of page