





Blágresi
Blágresi (Geranium sylvaticum) er áberandi fjölæringur í skógum landsins. Í hugum landsmanna er fátt sumarlegra og fallegra en blágresisbreiða í blóma.
Útlit
Fremur hávaxin (20-50 sm) jurt á íslenskan mælikvarða. Blöðin eru tennt og handskipt. Hið einkennandi blóm er lausblaða og fallega ljósfjólublátt.
Blómgun
Útbreiðsla
Tegundina er að finna um allt land á láglendi, yfirleitt á afmörkuðum svæðum í kjarrlendi, skógarbotnum og grónum brekkum. Blágresi vex einnig hátt til fjalla á Íslandi, í skjólsælum hvömmum, snjódældum og hraungjótum.
Kjörlendi
Blágresi kann vel við sig í næringarríkum jarðvegi í kjarrlendi, skógum og skógarbotnum, enda vísar latneska heitið „sylvaticum“ til skóga. Þó er hægt að finna blágresi við aðstæður sem líkja að sumu leyti eftir skógi, þar sem er skjól er að finna og snjósöfnun á sér stað. Vegna aðlögunar að skógarumhverfi þolir tegundir vel hálfskugga.
Tegundin er viðkvæm fyrir beit og hverfur við hátt beitarálag. Því er hægt að nýta tegundina sem leiðarvísi um stöðu landnotkunar.
Annað áhugavert
Blágresi var nýtt til litunar á ull áður fyrr og var því einnig nefnt litunargras. Hægt var að ná fram bláum lit með blöðunum en einnig svörtum ef bætt var við sortu (rotnuðum jurtaleyfum úr mýrum).
![]() BlágresiLjósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson | ![]() BlágresiLjósmyndari: Einar Gunnarson |
---|---|
![]() BlágresiLjósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson | ![]() BlágresiLjósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson |
