top of page

Bláklukka

Bláklukka (Campanula rotundifolia) er einkennisblóm Austurlands. 

Útlit

Meðalhá jurt (15-30 sm) sem ber snotur blá eða fjólublá, klukkulaga blóm. Vanalega ber hver einstaklingur eitt til tvö blóm, en þó stundum fleiri. Krónan slútir eftir því sem hún þroskast.

Blöðin á bláklukku eru mismunandi að lögun eftir því hvar á plöntunni þau eru að finna. Stofnblöðin, næst rótarhálsinum, eru hjartalaga eða nær kringlótt. Ofar verða blöðin oddbaugótt, síðan lensulaga og efst verða þau heilrend. 

Blómgun

Útbreiðsla

Bláklukkan er ein af fáum íslenskum háplöntum sem er nær algjörlega einskorðuð við einn ákveðinn landshluta. Hún er algeng á öllu Austurlandi, frá Þistilfirði suður að Skeiðará, en nær hvergi annarstaðar samfelldri útbreiðslu. Hún er mest á láglendi en þó finnst hún á strjáli upp í 500 m h.y.s. og hæst á Teitutindi í 1.000 m h.y.s.


Kjörlendi

 

Bláklukka vex við afar fjölbreyttar aðstæður, í graslendi, móum, klettum og skógum. Þolir ágætlega hálfskugga en vex best á sólríkum stöðum, líkt og opnum í skógi. 

   
 

Annað áhugavert

Bláklukka er tileinkuð dýrlingnum Dominic, verndara stjörnufræðinga. Ræturnar eru ætar og plantan var áður höfð til litunar.

Bláklukka

Bláklukka

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

IMG_9948

IMG_9948

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Bláklukka

Bláklukka

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Bláklukka

Bláklukka

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

bottom of page