top of page

Brennisóley

Brennisóley (Ranunculus acris) setur sterkan svip á íslenskar sveitir og skóga yfir sumartímann.
Tegundin slær sínum heiðgula lit yfir heilu og hálfu túnin og í sólríkum skógarbotni, líkt og í eldri lerkireitum, getur hún verið áberandi. 

 

Útlit

Stórvaxinn meðlimur sóleyjarættarinnar. Ber fimmdeild heiðgul blóm, með gljáandi ávölum krónublöðum. Stofnblöðin á neðri hluta plöntunnar eru djúphandskipt í þrjá til fimm hluta sem hver um sig greinist í þrjá sepótta flipa. Stofnblöðin sitja á löngum stilkum en háblöðin ofar eru nærri stilklaus. Stöngullinn og blaðstilkar eru oft kafloðnir. 

Brennisóley líkist talsvert skriðsóley en auðvelt er að greina á milli þeirra ef horft er á blöðin. Miðflipinn á þrískiptu blaði skriðsóleyjar situr á stilk ólíkt blaði brennisóleyjar. Líkt og nafnið gefur til kynna er skriðsóley jarðlægari og sendir út skriðula jarðstöngla.

Blómgun

Útbreiðsla

Brennisóley er algeng í öllum landshlutum frá láglendi upp í 1.000 metra hæð. 

Kjörlendi

Brennisóley sækir í næringarríkan jarðveg, í grasbollum, giljum, gömlum túnum og sem undirgróður í skógarbotnum. Getur myndað samfelldar breiður, en vex oft í bland með elftingum og blágresi í opnum skógum. 

   
 

Annað áhugavert

Í krónublöðum brennisóleyar er að finna beisk efni, m.a. efnið animónól sem er eitrað. Af þeim sökum láta mörg beitardýr hana í friði og getur hún því orðið sérstaklega áberandi í hrossahólfum. 

Brennisóley

Brennisóley

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Brennisóley

Brennisóley

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Brennisóley

Brennisóley

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Brennisóley

Brennisóley

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

bottom of page