top of page

Eyjólfsstaðaskógur

-Upplýsingar

Ábyrgðaraðili: Skógræktarfélag Austurlands

 

 


 

 

 

Lýsing


Eyjólfsstaðaskógur á Völlum er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum.

Skógræktarfélag Austurlands keypti Eyjólfsstaðaskóg árið 1944. Eyðibýlið Einarsstaðir, neðan við skóginn innan Kaldár, fylgdi með í kaupunum. Um 1970 var lagður vegur að skóginum upp að Kaldá, þegar Alþýðusamband Austurlands keypti Einarsstaði af Skógræktarfélaginu og reisti þar orlofsbústaði. Kaldá var brúuð 1986 og fyrsti skógarvegurinn var lagður í framhaldi af því.

 

Skógrækt

 

Eyjólfsstaðaskógur er 172 ha að flatarmáli og nær upp í um 250 m h.y.s. Skógurinn er að mestu vaxinn birki. Barrviðir voru fyrst gróðursettir 1949, en aðallega á árunum 1957-1974, mest grenitegundir, sem vaxa eins og best gerist á Íslandi.

 

Skógræktarfélag Austurlands

 

Skógræktarfélag Austurlands var stofnað árið 1938. Starfssvæði félagsins er Eyjólfsstaðaskógur. Þar rekur félagið félagsheimilið Blöndalsbúð, sem einnig er leigt út fyrir fundi og til gistingar fyrir félagsmenn skógræktarfélaga.

 

 

 

 

 

Stígakort af Hallormsstað
bottom of page