top of page
Eyrugla. Teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Eyrugla

Jón Ásgeir Jónsson

Er nýlegur landnemi hérlendis. Hefur orpið í skóglendi á Suðurlandi að staðaldri síðan um aldamótin. Uglurnar hafa þó verið mis áberandi milli ára og því erfitt að segja með vissu hvort landnámið sé tryggt. Tegundin lifir á músum og smáfuglum líkt og önnur íslensk ugla, branduglan. Báðar þessar tegundir nýta sér skóga og skógarjaðra til veiða enda þéttleiki músa og smáfugla þar mikill. Eyruglan er þó heldur meiri skógarfugl og verpir í trjám á meðan branduglan verpir á jörðu niðri.

Eyrugla - Söngur
00:00 / 00:00
bottom of page