top of page
Glókollur. Teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Glókollur

Jón Ásgeir Jónsson

Tók að verpa hérlendis um aldamótin síðustu og er orðinn nokkuð algengur í stærri greniskógum. Gerir vart við sig með einkennandi hátíðnitísti. Er á sífelldu iði við að tína smádýr og þá mest sitka- og grenilýs til þess að halda sínum litla kroppi gangandi, en hann er minnsti fugl Evrópu. Tegundin er velkomin viðbót við fánu landsins enda vinnur hún mikið þarfaverk í lúsahreinsun.

Glókollur - Kall
00:00 / 00:00
bottom of page