top of page

Hamrahlíð

Fara á heimasíðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Fróðleikur
 

Í Hamrahlíð var byrjað að planta 1957 þegar búið var að gera samning við hjónin Helgu Magnúsdóttur og Sigstein Pálsson um leigu á 29,5 hekturum lands til 75 ára. En árið 1990 var samningurinn endurnýjaður og landið stækkað í 42,6 hektara. Fyrstu árin var árangurinn ekki eins góður og síðar varð. Bæði var jarðvegurinn rýr og eins var ennþá búfé á svæðinu og reyndist erfitt að halda girðingunni fjárheldri. En með mikilli vinnu tókst að gera þetta svæði að skemmtilegu útivistarsvæði sem er mikið notað. Búið er að gera göngustíga og setja upp bekki. 


Jólatrjáasala er stór þáttur í starfi félagsins og hafa verið seld jólatré í Hamrahlíð allt frá árinu 1984.

Aðstaða

Ágætis stígakerfi liggur um Hamrahlíðarskóg og afar vinsælir stígar liggja úr skóginum upp á Úlfarsfellið. Á svæðinu má finna gott bílastæði, bekki og borð og lítið trjásafn með góðum merkingum. 

 

Skógræktarfélag Mosfellssveitar

 

 

Skógræktarfélag Mosfellssveitar síðar Mosfellsbæjar var stofnað 20. maí 1955. Tildrög þess voru að á 45 ára afmæli Kvenfélags Lágafellssóknar gaf Dr. Helgi Tómasson félaginu 450 plöntur úr gróðrarstöð sinni til gróðursetningar. Til stofnfundar var boðað af undirbúningsnefnd Kvenfélags Lágafellssóknar og Ungmennafélags Aftureldingar. Stofnendur voru 88 og þrjú félagasamtök gerðust meðlimir. Ungmennafélagið Afturelding, Kvenfélag Lágafellssóknar og Skógræktarfélag kvenskáta við Hafravatn.


Mikið starf hefur verið unnið í gegnum tíðina. Fyrsta plöntun félagsins var kringum Hlégarð vorið 1956. Fljótlega fékk félagið sinn reit í Hamrahlíðinni. Á þessum árum þótti mikil bjartsýni að planta trjám. Margir töldu það óðs manns æði. En annað kom upp á daginn og er víða risinn hinn myndarlegasti skógur að tilstuðlan Skógræktarfélagsins. 
Árið 1990 tók félagið þátt í Landgræðsluátakinu og fékkst þá mikið af plöntum sem ekki þurfti að leggja út fyrir. Eftir það varð mikil aukning á gróðursetningu hjá félaginu,

 

 

bottom of page