top of page
Krossnefur. Teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Krossnefur

Jón Ásgeir Jónsson

Hefur orpið hér árvisst síðan 2008, eftir rásfar stórra hópa frá Evrópu. Krossnefurinn er nær eingöngu frææta og er lögun goggsins sérhæfð til þess að þvinga upp fræhlífarnar á könglunum. Hann notar tunguna svo til þess að krækja í fræið sem liggur eftir óvarið. Tegundin tímasetur varp þegar fræframboð er nægt, jafnvel um hávetur og er eina tegundin hérlendis sem reynir slíka fífldirfsku. Krossnefsstofninn mun eflaust sveiflast mikið ár frá ári eftir tíðarfari og fræframleiðslu en á eftir að festa frekari rætur er skógar landsins eldast og eflast.

Krossnefur - Söngur
00:00 / 00:00
bottom of page