top of page

Laugalandsskógur

Fróðleikur

 

 

Laugalandsskógur var friðaður 1981 og flatarmál er um 100 ha.

 

Um Laugaland

 

Jörðin Laugaland er í eigu Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar en í umsjón sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu. Skógræktarfélag Eyfirðinga sendi sýslunefnd erindi 1979 um leigusamning á Laugalandi og var samningur þar að lútandi undirritaður á 50 ára afmæli félagsins 11. maí 1980. Helstu forgöngumenn félagsins í þessu máli voru Ingólfur Ármannsson, formaður frá 1976-1980 og Oddur Gunnarsson, formaður frá 1980-1983.

 

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem skráð var 1712 segir um Laugaland á Þelamörk að skógur væri þar víða til eldiviðar en lítið til kolagerðar. Reynslan hefur sýnt að víðast hvar á svæðinu þar sem land er friðað er náttúrulegt birki að finna. Skógrækt á Laugalandi hefur gengið ágætlega og eru aðstæður þar ákjósanlegar til ræktunar flestra trjátegunda.

 

Frá árinu 1982 og fram til 2000 gróðursettu nýstúdentar við Menntaskólann á Akureyri í landið í tilefni af útskriftinni. Helstu trjátegundir í skóginum eru stafafura, lerki, birki og rauðgreni, en auk þess má finna ýmsar aðrar tegundir. Búið er að merkja nokkrar þeirra. Um árabil hefur verið hér höggvið nokkurt magn af stafafuru og hún seld sem jólatré, auk þess sem fólk hefur komið og fellt eigin jólatré. Laugalandsskógur er opinn til útivistar. Þar eru góð berja- og sveppalönd og er öllum heimilt að nýta þau.

 

 

 

 

 

bottom of page