top of page

Mjaðjurt

Mjaðjurt (Filipendula ulmaria) er hávaxin, falleg, fjölær vel ilmandi blómplanta sem getur myndað þétta samfellda breiðu í skógarbotni.

Útlit

Mjaðurt er hávaxin (30-70 sm), breiðumyndandi jurt. Ilmrík, mjólkurhvít blómin eru fremur smávaxin en sitja mörg saman í sveipkenndum skúfum. Blöð eru stór og stakfjöðruð. 

Blómgun

Útbreiðsla

 

Finnst á láglendi í öllum landshlutum en er aðeins algeng á Suður- og Vesturlandi og á Eyjafjarðarsvæðinu. Með minnkandi beit er tegundin farin að dreifa sér, jafnvel meðfram vegum, og víða orðin áberandi í túnum þar sem eingöngu hrossum er beitt. 


Kjörlendi

 

Mjaðjurtin vex í rökum, næringarríkum jarðvegi í deigum grasmóum, graslautum, túnum, skóglendi og mýrum. Þolir vel hálfskugga og verður því oft breiðumyndandi í birkiskógi og skóglendi.

   
 

Annað áhugavert

Nafnið mjaðjurt vísar til fornra nytja. Jurtin var notuð sem krydd í bruggun og mjaðarkerin voru smurð að innan með blöðunum. Að auki var mjaðjurt nýtt til að koma upp um stuld. Setja átti jurtina í munnlaug um lágnætti á Jónsmessunótt. Fljóti jurtin var þjófurinn kvenkyns en ef hún sökk karlkyns. Skugginn á botni laugarinnar gat sýnt hver maðurinn var. 

mjaðurt 2

mjaðurt 2

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Mjaðjurt

Mjaðjurt

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Mjaðjurt

Mjaðjurt

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Mjaðjurt

Mjaðjurt

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

bottom of page