top of page
Músarindill, teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Músarrindill

Jón Ásgeir Jónsson

Fagurbarki mikill sem helgar sér stórt óðal að vori er karlarnir keppast um að flétta saman kraftmesta tónverkið til að heilla kvenfuglana. Ef söngurinn tekst vel þá hefur kvenfuglinn úr nokkrum hreiðurkúlum að velja sem karlinn hefur ofið og þegar hún hefur tekið ígrundaða ákvörðun er íbúðin „innréttuð“ með hálmi og fjöðrum. Hann er sívirkur, vanalega einfari og felugjarn en hann er helst að finna í vel grónum skógum og þá oft í nágrenni við rennandi vatn. Þar tínir hann smádýr í kjarri og öðru gróðurþykkni. Íslenskir músarrindlar eru stærri og dekkri en frændur þeirra í Evrópu og ber sérstakt undirtegundarheiti Troglodytes troglodytes islandicus. Þjóðsögur segja hann þjófgefinn og er því gott að geta kennt honum um ef einhverjir smáhlutir eru ekki á sínum stað.

Músarindill - Söngur
00:00 / 00:00
bottom of page