





Fróðleikur
Við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum.
Líklegast dregur vatnið nafn sitt af vatnaplöntunni síkjarnara en stöngull plöntunnar er rauðleitur og blóm þess á yfirborðinu eru einnig rauð. Vel má sjá þetta þegar lítið er í vatninu en þá glittir í heilu breiðurnar af plöntunni.
Rauðavatn er ekki stórt vatn, aðeins 0,32 ferkílómetrar og víðast aðeins um einn metri á dýpt; um einn og hálfur metri þar sem það er dýpst. Hvergi rennur úr Rauðavatni og vatnasvið þess er afar lítið. Það er því að mestu leyti háð sveiflum í veðurfari hvað varðar stærð og vöxt.
Gott stígakerfi liggur um skóginn og hringinn í kringum vatnið. Svæðið er mikið nýtt allan ársins hring til göngu og útreiða og á veturnar má oft sjá fólk á skautum og í skíðagöngu.

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson