![](https://static.wixstatic.com/media/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg/v1/fill/w_971,h_650,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg/v1/fill/w_971,h_650,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg/v1/fill/w_971,h_650,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg/v1/fill/w_971,h_650,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg/v1/fill/w_971,h_650,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_385cfc9168764fbebda6a32b23953150~mv2_d_3872_2592_s_4_2.jpg)
Reykjarhólsskógur
-Upplýsingar
Ábyrgðaraðili: Skógræktin
Almennt um skóginn
Reykjarhólsskógur er skógarreitur í umsjá Skógræktarinnar upp af byggðinnni í Varmahlíð. Skógurinn tengist nærliggjandi svæðum og myndar fjölbreytt útivistarsvæði með merktum gönguleiðum.
Staðsetning og aðgengi
Best er að komast að Reykjarhólsskógi upp frá götunni Birkimel í Varmahlíð og taka svo fyrstu beygju til norðurs. Við aðkomuna að skóginum er knattspyrnuvöllur og tjaldsvæði.
Aðstaða og afþreying
Í skóginum eru merktar gönguleiðir og útsýnisskífa á Hólnum þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.
![Leikvöllur í skóginum](https://static.wixstatic.com/media/081395_f54eda2d16194cca8f79fb72682b7bc0~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg/v1/fill/w_980,h_735,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_f54eda2d16194cca8f79fb72682b7bc0~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg)
Ljósmynd: Jón Ásgeir Jónsson
![Greinahús](https://static.wixstatic.com/media/081395_5e740d1078a24226babbc4bf22858ec1~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg/v1/fill/w_980,h_735,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_5e740d1078a24226babbc4bf22858ec1~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg)
Ljósmynd: Jón Ásgeir Jónsson
![Lerkisveppir](https://static.wixstatic.com/media/081395_19b84359eb1940928e8cc100fd2e9f3e~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg/v1/fill/w_980,h_735,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_19b84359eb1940928e8cc100fd2e9f3e~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg)
Ljósmynd: Jón Ásgeir Jónsson
![Leikvöllur í skóginum](https://static.wixstatic.com/media/081395_f54eda2d16194cca8f79fb72682b7bc0~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg/v1/fill/w_980,h_735,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/081395_f54eda2d16194cca8f79fb72682b7bc0~mv2_d_3264_2448_s_4_2.jpg)
Ljósmynd: Jón Ásgeir Jónsson
Saga jarðarinnar
Skógrækt ríkisins fékk umsjón með Reykjarhólsreitnum árið 1950 samkvæmt samningi við Héraðsskólann í Varmahlíð, en Sýslunefnd Skagafjarðar var búin að láta girða þar 17,5 ha skógræktargirðingu árið 1943. Stofnað var til græðireitar í brekkurótinni til að geyma plöntur. Hann varð að gróðrarstöðinni Laugarbrekku sem rekin var til ársins 2000 og var miðstöð skógarplöntuframleiðslu og dreifingar á Norðurlandi vestra í um hálfa öld.
Trjárækt í skóginum
Gróðursetning hófst 1947 með þrjú þúsund birkiplöntum af Bæjarstaðakvæmi og var fram haldið af mestum krafti næstu 20 árin, en þá hafði verið gróðursett í meiri hluta girðingarinnar. Vandamál reyndust mörg framan af við ræktun á þessum stað, þar sem sáralítil reynsla var í skógrækt. Langerfiðast var að fást við grasvöxt, þar sem snarrótarpuntur var drottnandi eins og algengt er í Skagafirði, þar sem land er friðað fyrir beit. Eftir að plöntur komust upp úr grasinu og mynduðu samfellt krónuþak – sem varð auðvitað fyrr en ella vegna þess, hve þétt var gróðursett – hafa margar trjátegundirnar vaxið ótrúlega vel, langtum betur en menn gátu vænst í upphafi. Þannig má álykta, að það hafi reynst happadrjúgt við aðstæður á Reykjarhóli að gróðursetja þétt til þess að kæfa snarrótarpuntina sem fyrst. Eftir 1980 var ljóst, að nauðsynlegt var að hefja grisjun í hinum ofurþétta skógi. Fyrst var grisjað í Reykjarhólsskógi árið 1984 en frá 1988 hefur árlega verið grisjað, bæði brotin tré eftir snjóþyngsli og ákveðin svæði kerfisbundið, svo að nú er skógurinn kominn í allgott horf.
.
Annað áhugavert
Örnefnin Reykjarhóll, Laugarbrekka og Varmahlíð eru til marks um jarðhita á svæðinu. All langt er síðan hann var virkjaður og nýttur til húshitunar í Varmahlíð.
Fengið með leyfi frá: www.skogur.is