top of page
Skógarþröstur, teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Skógarþröstur

Jón Ásgeir Jónsson

Hvert mannsbarn á Íslandi lærir fljótt að þekkja þennan einkennisfugl íslenskra skóga og garða. Ómþýður óðalssöngur karlfuglanna er mörgum mikill vorboði. Hann verpir í allskyns skóglendi og getur þéttleiki varppara orðið hár í gróskulegum skógi og er hann iðulega fyrsti fuglinn sem tekur á móti manni í skógargöngu. Treystir aðallega á ánamaðka, áttfætlur og skordýr á sumrin en sækir síðan í auknum mæli í aldin trjáa og runna þegar haustar og eru reyniber í miklu uppáhaldi.

Skógarþröstur - Söngur
00:00 / 00:00
bottom of page