top of page

Fróðleikur

Sólbrekkuskógur er í alfaraleið, vestan Grindarvíkurvegar, skammt sunnan gatnamótanna við Reykjanesbraut og er tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum og grill.

 

Lýsing


Sólbrekkuskógur er ekki stór, en skjólsæll og fallegur. Skógurinn er í fallegum brekkum, sumstaðar girtur lágum klöppum. Skammt sunnan hans er Seltjörn.

 

Skógrækt


Árið 1965 voru gróðursettar 1500 plöntur af sitkagreni í nær skóglaust svæði . Fram til 1969 voru ýmsar tegundir gróðursettar; birki, viðja, sitkagreni, blágreni, skógarfura, stafafura, bergfura og fjallafura, sem eru uppistaðan í þeim fallega skógi sem sjá má í Sólbrekkum. Minna var gróðursett á níunda áratuginum en með Landgræðsluskógum 1990 færðist aukinn kraftur í ræktunarstarfið.

 

 

 

 

 

 

bottom of page