top of page

Svartiskógur

Ábyrgðaraðili: Reykjavíkurborg

Fróðleikur

 

Ræktunarstöðin í Fossvogi á sér langa sögu, allt frá 1930 þegar Skógræktarfélag Íslands hóf starfsemi þar. Skógræktarfélag Reykjavíkur tók við starfsemi stöðvarinnar árið 1946 og hóf plöntusölu og þróaði félagið starfsemi hennar næstu áratugina. Reykjavíkurborg keypti bróðurpartinn af plöntum Fossvogs-stöðvarinnar, mestmegnis til gróðursetningar í Heiðmörk, Öskjuhlíð, við Rauðavatn og á Austurheiðum. Rekstur Skógræktarfélags Reykjavíkur og skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi voru aðskilinn í lok tíunda áratugarins. Stöðin var sameinuð gróðurstöðinni Barra árið 1998 og landið í Fossvogi loks selt Reykjavíkurborg árið 2000. Þar sem Fossvogsstöðin var, er nú Ræktunarstöðin í Fossvogi.

Við gróðrarstöðina er fallegur skógarreitur nefndur Svartiskógur. Hann var fyrst opnaður árið 1986 og einnig vígður sem fyrsti grenndarskógurinn árið 2003 fyrir Hvassaleitisskóla. Reiturinn er afar heillandi þrátt fyrir smæð. Svæðið er vinsæll náttstaður fugla, svo sem stara, sem safnast saman í hundraðatali í háum grenitrjánum er tekur að rökkva.

Árið 2013 voru gerðir hjóla- og göngustígar frá innkeyrslu að rækt-unarstöðinni í gegnum Svartaskóg. 

 

Svartiskógur- nýtt kort.jpeg
bottom of page