top of page
Svartþröstur, teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Svartþröstur

Jón Ásgeir Jónsson

Svarþrösturinn er stór og myndarlegur, talsvert stærri en skógarþrösturinn. Hann gerir svipaða fæðukröfu, treystir mikið á ánamaðka að sumri en ber og önnur aldin yfir vetrarmánuðina. Syngur þunglamalegan fagran söng er varptíminn rennur í garð í mars. Svartþrestir hófu reglulegt varp í Reykjavík við upphaf tíunda áratugs síðustu aldar og hafa síðan þá breiðst út um Suður- og Vesturland og eru einnig nýfarnir að teygja sig vestur á firði og norður á Akureyri. Tegundina verður eflaust hægt að finna um land allt innan fárra ára við gróna bæjarkjarna og í ríkulegu skóglendi.

Svartþröstur - Söngur
00:00 / 00:00
bottom of page