top of page
Viðburður 1
22. JÚNÍ
FJÖLSKYLDUSTUND
Skógræktarfélagið Landbót
Ratleikur fyrir börnin í lundinum
Tækifæri til þess að baka hið vinsæla snúbrauð
Fræðsla um skóginn og annan gróður
Þann 22. júní býður Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót Vopnfirðingum, sem og landsmönnum á öllum aldri að koma, hittast og kynnast svæðinu utan og ofan Lónin.
Fyrir börnin verður skipulagður skemmtilegur ratleikur upp í skógarlundinum. Það verður líka tækifæri til að steikja pylsur og sykurpúða, búa til „snúbrauð“ og leika sér (kasta skeifum, fleyta kellingar, þjálfa jafnvægi o.fl.).
Fyrir hina verður hægt að fara um svæðið og fræðast um tré, plöntur og annan gróður sem tengjast skóginum.
Straumseyri er skemmtilegt útivistarsvæði með lítinn skógarreit fyrir ofan. Svæðið er stutt frá þorpinu og auðvelt að koma gangandi frá þorpinu.
Fróðleg og skemmtileg samverustund, allir velkomnir!
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 14:00 - 16:00
Staðsetning
Vopnafjörður
Straumseyri - utan og ofan við Lónin
bottom of page