top of page

Gerðu þér glaðan dag!

LÍF Í LUNDI

26. JÚNÍ
Velkomin út í skóg

 Fjölbreyttir viðburðir í boði um allt land

Viðburður 1

26. JÚNÍ
GAMAN Á GUNNFRÍÐARSTÖÐUM

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga á jörðina Gunnfríðarstaði og hefur verið með skógrækt frá árinu 1962 á jörðinni. Nú er vaxin úr grasi fjölbreyttur skógur með góðri aðstöðu til útivistar.

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 26. júní 2021 í Gunnfríðarstaðaskógi og tekið verður á móti fólki klukkan 11 til kl 13.

Dagskrá:

 

  • Boðið upp á göngutúr undir leiðsögn Páls Ingþórs. Mæting kl 11 við skógarkofan. Þaðan gengið að bæjarrústunum.

  • Hægt verður að kljúfa arinnvið undir leiðsögn

  • Planta trjám í verkefninu Vorvið.

  • Verður nýji skógarvagninn tilbúinn?


Íbúar eru hvattir til að hafa með sér nesti og njóta skógarins. Höldum áfram að faðma trén. 
Líf í lundi er haldið í fjórða sinn á Gunnfríðarstöðum undir heitinu „Gaman á Gunnfríðarstöðum en fyrsta árið mættu hátt í 100 manns í „blíðu“ rigningarveðri. 


Allir hjartanlega velkomnir í samverustund í myndarlegum útivistarskógi á Gunnfríðarstöðum!

Skógræktarfélag Austur - Húnvetninga 
Frábær útivistarskógur!
Allir velkomnir
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 11:00 - 13:00
Staðsetning
Gunnfríðarstaðir
- á Bakásum
  • Facebook Social Icon
bottom of page