Gerðu þér glaðan dag!

LÍF Í LUNDI

20. JÚNÍ
Velkomin út í skóg

 Fjölbreyttir viðburðir í boði um allt land

 
Skógræktarfélag Austur - Húnvetninga 
Frábær útivistarskógur!
Allir velkomnir
Faðmaðu tré!

20. JÚNÍ

GAMAN Á GUNNFRÍÐARSTÖÐUM

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga á jörðina Gunnfríðarstaði og hefur verið með skógrækt frá árinu 1962 á jörðinni. Nú er vaxin úr grasi fjölbreyttur skógur með góðri aðstöðu til útivistar.
 

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 20. júní 2020 í Gunnfríðarstaðaskógi og tekið verður á móti fólki klukkan 11:00.

Farið verður í góðan göngutúr en sjá má t.d. mikið af föllnum og brotnum trjám eftir óveður vetrarinns. Íbúar eru hvatt til að hafa með sér nesti og njóta skógarinns. Skógræktarfélagið mælir með að fólk faðmi tré og og dragi einnig djúpt andann. Gefið ykkur nægan tíma. Er munur á hvaða trjátegund við föðmum? Verður þeirri spurningu svarað á laugardaginn?

Líf í lundi er haldið í þriðja sinn á Gunnfríðarstöðum undir heitinu „Gaman á Gunnfríðarstöðum en fyrsta árið mættu hátt í 100 manns í „blíðu“ rigningarveðri.Allir hjartanlega velkomnir í samverustund í myndarlegum útivistarskógi á Gunnfríðarstöðum!

Upplýsingar
Tímasetning
11:00
Staðsetning
Gunnfríðarstaðir
- á Bakásum
  • Facebook Social Icon

Skógræktarfélag Íslands
Þórunnartún 6 | 105 Rvk | Sími: 551 8150 | Netfang: skog@skog.is

  • Facebook App Icon
  • S.Í