top of page
Viðburður 1
23. JÚNÍ
GRÓÐURSETNING Á ÚLFLJÓTSVATNI
Skógræktarfélagið Íslands býður ykkur hjartanlega velkomin til samveru og gróðursetningar á Úlfljótsvatni.
Mæting er við Úlfljótsvatnsbæinn. Kennd verða handtökin við gróðursetningu, val á landi, og sagt frá svæðinu og þeirri skógrækt sem unnið hefur verið að.
Að sjálfsögðu boðið upp á heitt ketilkaffi og með því að gróðursetningu lokinni.
Gróðursetningin er hluti Twin Trees verkefnisins, sem unnið er í samstarfi við Garden of Life International, en verkefnið lýtur að gróðursetningu trjáa á Íslandi og á Balí. Sama dag og við gróðursetjum á Úlfljótsvatni þá verða systurtré okkar gróðursett á Bali!
Velkomin að sveifla haka með okkur 23.júní.
Sveifla haka og rækta nýjan skóg!
Kennsla í gróðursetningu
Ketilkaffi og með því
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 14:00
Staðsetning
Úlfljótsvatnsbærinn - Úlfljótsvatn
bottom of page