





21. JÚNÍ
LÍF Í LUNDUM LYSTIGARÐS
Í tilefni þess að senn eru 130 ár liðin frá fæðingu Jóns Rögnvaldssonar, fyrsta formanns Skógræktarfélags Eyfirðinga og forstöðumanns Lystigarðsins um árabil bjóðum við til göngu, honum og samverkafólki hans til heiðurs í Lystigarði Akureyrar laugardaginn 21. Júní kl 10:00
Jón nam ungur garðyrkju, var á síðustu öld öflugur málsvari græna geirans og beitti sér mjög fyrir nýsköpun og framförum á þeim sviðum.
Mæting er við aðalhlið Lystigarðsins. Við ætlum að ganga þar lítinn hring , virða fyrir okkur nokkur verka hans þar og fræðast um líf og starf þessa “Mikilhæfa leiðtoga á sviði skrúðgarðyrkju og landgræðslu” líkt og stendur á minnisvarða sem honum var reistur í garðinum.
Allir velkomnir og auðvitað ketilkaffi/kakó í boði að göngu lokinni
Fróðleg ganga um Lystigarðinn!
Heitt ketilkaffi
Skógræktarfélag Eyfirðinga

