
20. JÚNÍ
SAMVERA Í SELJADALSSKÓGI
Laugardaginn 20. júní tekur Skógræktarfélag Bíldudals þátt í útivistar- og fjölskylduverkefninu Líf í lundi.
Hist verður við bílastæðið við Seljadalsskóg (skógræktina). Í boði verður gönguferð um skóginn þar sem áhersla verður lög á að skoða allar þær mismunandi tegundir sem þar vaxa, kynning verður á nýju smáforriti sem hefur verið gert um skóginn og að lokum verður farið í Þormóðslund notið tónlistar.
Eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Allir innilega velkomnir!
Skógræktarfélag Bíldudals
Fræðsluganga og tónlist
Nýtt smá forrit um skóginn!
Fallegur skógur í botni Bíldudals
