Gerðu þér glaðan dag!

LÍF Í LUNDI

22. JÚNÍ
Velkomin út í skóg

 Fjölbreyttir viðburðir í boði um allt land

 

22. JÚNÍ

SKÓGARDAGURINN MIKLI

Þann 22. júní efnir Skógræktin, Félag skógarbænda á Austurlandi, félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum og félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum til hins þjóðþekkta viðburðar, Skógardagsins mikla í fimmtánda sinn!

Skógardagurinn mikli er haldinn á Mörkinni í Hallormsstaðaskógi og er upplifun sem enginn má láta fram hjá sér fara. 

Dagskráin hefst kl. 11 með 14 kílómetra hlaupi um skógarstíga, en ræst verður í skemmtiskokk fjölskyldunnar 11:45, fjögurra kílómetra hlaup fyrir alla. 

Kl. 12 hefst fyrsti hluti skógarhöggskeppni, þar sem keppt verður um Íslandsmeistaratitil.

Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13:00. Kynnir er Guðný Drífa Snæland skógarbóndi

Meðal skemmtiatriða má nefna tónlistaratriði með Kór Áskirkju, Fjarðadætrum, Øystein og Steinunni og Norðan 4 til 5. Lokagreinar í skógarhöggi fara fram og krýndur Íslandsmeistari en einnig verða afhent verðlaun fyrir skógarhlaupið. Ýmsar þrautir verða í boði, trélistafólk verður á staðnum og teymt verður undir börnum.


Þá verður einnig forvitnilegt að fylgjast með því hvernig arboristar starfa, ný stétt manna hérlendis sem hafa fengið þjálfun í því að klifra í trjám til að snyrta þau eða fella. Þetta er vandasamt verk enda þarf að klifra með ýmis tæki og tól og beita keðjusög hátt uppi í trjám. 


Að venju bjóða félög nautgripa- og sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum upp á grillað kjöt og ýmislegt annað góðgæti verður á boðstólum.

 

Dagskrá Skógardagsins mikla lýkur svo klukkan 16 og allir fara heim saddir og sáttir.
 

Frábær dagskrá
Eitthvað fyrir alla í hinum rómaða Hallormsstaðaskógi
Allir velkomnir!
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 11:00 - 16:00
Staðsetning
Mörkinni - Hallormsstaðakógi
  • Facebook Social Icon
62485861_2177172392594139_90280251216625

Félag sauðfjárbænda

á Héraði og Fjörðum

 

Félag nautgripabænda

á Héraði og Fjörðum