top of page
Viðburður 1
22. JÚNÍ
SKÓGARDAGUR Í REYKHOLTI
Þann 22. júní verður Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Ferðafélag Borgarfjarðahrepps með vinnu- og skemmtunadag í Reykholtsskógi.
Unnið verður í lagfæringu og viðbætum gönguleiða, einnig verður haldin drumbakastkeppni og kennsla í trjáplöntun.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði.
Eins og víðast hvar á Íslandi var Reykholt orðið skóglaust þegar kom fram á 20. öld. Endurheimt skógar í Reykholti hófst á 4. áratugnum þegar Þorgils Guðmundsson, kennari við Reykholtsskóla, hóf að fara með skólabörn í gróðursetningu. Skógræktarfélag Borgarfjarðar hefur svo lyft grettistaki á svæðinu en nú er að vaxa upp myndarlegur skógur langleiðina upp á Skáneyjarbungu norðan Reykholts.
Allir hjartanlega velkomnir!
Indæl samverustund í fallegum skógi
Kennsla í trjáplöntun
Stígagerða
Drumbakastkeppni
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 11:00
Staðsetning
Reykholti í Reykholtsdal
bottom of page