Samningur um Opinn skóg
Undirritaður hefur verið samningur á milli Skógræktarfélags Íslands og Icelandair Group um stuðning til þriggja ára við verkefnið Opinn skóg, en það lýtur að uppbyggingu aðstöðu til útivistar á skógræktarsvæðum. Icelandair Group mun styrkja verkefnið um 4 milljónir króna á ári eða alls 12 milljónir króna á tímabilinu. Nú þegar hafa verið opnaðir fimmtán skógar undir merkjum Opins skógar. Á svæðunum hefur verið komið fyrir útivistaraðstöðu, s.s. skógarstígum, merkingum og leið
