Styrktarsamningur við Arion-banka undirritaður
Skógræktarfélag Íslands gerði nýlega samning við Arion-banka um stuðning bankans. Gildir samningurinn til þriggja ára og er styrkurinn tvískiptur. Annars vegar beinist styrkurinn í verkefni er heitir Skógarvist, Skógargátt og lýðheilsa, sem ætlað er að auka þekkingu almennings á skógum og auka aðgengi að upplýsingum um útivistarmöguleika í skógum landsins og hins vegar í almenna skógrækt, á eignalandi Skógræktarfélags Íslands að Úlfljótsvatni. Var samningurinn undirritaður mi
