Líf í lundi 2018
Fjölmenni sótti skógardaginn sem haldinn var í skógum vítt og breitt um landið 23. júní undir yfirskriftinni Líf í lundi, en þetta var í fyrsta sinn sem blásið var til útivistar- og fjölskyldudags undir þessari yfirskrift. Af hugsjón og elju hefur ræktun myndarlegra útivistarskóga þróast mjög undanfarin ár og mikil aðstaða verið byggð upp í skógum víða. Nú er svo komið að í flestum byggðarlögum er stutt að fara í útivistarskóg. Þessir skógar eru af öllum stærðum og gerðum en
