top of page

Garðfuglahelgin

Smávinir fagrir.

Hin árlega Garðfuglahelgi Fuglaverndar verður haldin á ný dagana 25. – 28. janúar 2019. Garðeigendur eru hvattir til þess að telja þá fugla sem þeir finna í sínum görðum. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma daglega yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Gott er að byrja setja út fóður nokkrum dögum áður en skráning hefst til að lokka að fugla úr nágrenninnu.

Gögn úr talningum er áhugaverður mælikvarði á hegðun og stofnstærð ýmissa fuglategunda hérlendis og helgin skemmtilegt tækifæri til að æfa sig í að greina fugla.

Finna má eyðublöð og frekari leiðbeiningar á síðu Fuglaverndar.

Skógarþrestir gæða sér á eplum


Mest lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leitarorð
No tags yet.
Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
bottom of page