Líf í lundi 2022 - Velkomin út í skóg!
Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að og verður hann haldinn nú í fimmta sinn. Markmið hans er að bjóða almenning velkominn í skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins.
Ýmislegt verður um að vera í skógum landsins en hægt er að finna upplýsingar um viðburði hér á Skógargáttinni og einnig á Facebook-síðu dagsins: https://www.facebook.com/lifilundi/
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Comments